Réttur til að hindra notkun

IHM annast réttindaumsýslu fjölmargra rétthafahópa. Hluti af þeirri umsýslu felst í réttindagæslu og veitingu leyfis til útvarps- og sjónvarpsstöðva tli þess að nýta tiltekin verk höfunda, m.a. á grundvelli s.k. samningskvaðaleyfa.

Höfundar og aðrir rétthafar hafa almennan rétt til þess að banna nýtingu verka sinna með þessum hætti, sbr. 23. gr. b. höfundalaga nr. 73/1972. Þeir rétthafar sem kjósa síður að verk þeirra séu hagnýtt á grundvelli samninga sem IHM gerir, m.a. við útvarps- og sjónvarpsstöðvar, geta komið upplýsingum um vilja sinn á framfæri við IHM.

Þeir rétthafar sem kjósa það, eru beðnir um að senda framkvæmdastjóra IHM beiðni sína með skriflegum hætti, í bréfpósti eða tölvupósti. Að fengnum upplýsingum um réttindi viðkomandi höfundar, sem og um þau verk sem um ræðir, er óskum rétthafa komið á framfæri við viðkomandi útvarps- eða sjónvarpsstöð og þess óskað að viðkomandi verk verði tekin úr sýningu og/eða dreifingu.