Um IHM

Samtökin heita Innheimtumiðstöð rétthafa, skammstafað IHM.

Aðaltilgangur IHM er að móttaka og úthluta bótum úr ríkissjóði vegna bóta til rétthafa vegna eintakagerðar til einkanota eins og nánar er lýst í framangreindu ákvæði höfundalaga.

Aðilar að IHM eru STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar), SFH (Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda), RSÍ (Rithöfundasamband Íslands), Hagþenkir, (Félag höfunda fræðirita og kennslugagna), (Blaðamannafélag Íslands) SKL (Samtök kvikmyndaleikstjóra) SÍK (Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda), FÍL (Félag íslenskra leikara) FK (Félag kvikmyndagerðamanna), Myndstef, Félag leikstjóra á Íslandi og Félag leikskálda og handritshöfunda.

IHM nýtur viðurkenningar menntamálaráðuneytisins til að annast leyfisveitingar, innheimtu og úthlutun fjár vegna réttinda rétthafa í endurvarpi til almennings um kapalkerfi á grundvelli 23. gr. a. höfundalaga nr. 73/1972. Auk þess nýtur IHM viðurkenningar menntamálaráðuneytisins til að gera samningskvaðasamninga á grundvelli 23. gr. b höfundalaga. Þá hefur IHM hlotið viðurkenningu ráðherra til að innheimta og úthluta bótum vegna eintakagerðar til einkanota á grundvelli 4. mgr. 11. gr. höfundalaga.

Framkvæmdastjóri IHM er Björgvin Halldór Björnsson.